Blendingsbílar í stað bensínháka 17. apríl 2005 00:01 Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni. Bílar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni.
Bílar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira