Óhress með árangurinn 22. apríl 2005 00:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni." Íslenski handboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira