Boston 1 - Indiana 1 26. apríl 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig. NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig.
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira