Umfangsmesta friðun hér á landi 27. apríl 2005 00:01 "Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða." Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
"Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða."
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira