Er stór hópur öryrkja afætur? 28. apríl 2005 00:01 Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar