Seattle 2 - Sacramento 1 30. apríl 2005 00:01 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig. NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig.
NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira