Barcelona og Magdeburg unnu 30. apríl 2005 00:01 Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. Lokatölur urðu 28-27 í frábærum handboltaleik en síðari leikurinn fer fram í Barcelona að viku liðinni. Heimavöllur liðsins er gríðarlega öflugur og tapar liðið venjulega ekki þar jafnvel þó að andstæðingarnir séu firnasterkt lið á borð við Ciudad. Hins vegar ber að geta að Ciudad vann Barcelona á útivelli í spænsku deildinni um síðustu helgi með tveimur mörkum og það er ekkert sem mælir gegn því að liðið geti endurtekið leikinn. Ólafur Stefánsson hefur oft leikið betur með Ciudad en í gær, en hann skoraði þrjú mörk og þar af kom eitt þeirra úr víti. Hussein Zagi var markahæstur Ciudad með fimm mörk en hjá Barcelona var spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero atkvæðamestur með sjö mörk. Þá var einnig leikið í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Essen áttust við. Það er skemmst frá því að segja að Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan átta marka sigur, 30-22, á heimavelli sínum og þarf mikið að gerast til að liðið missi niður þetta forskot í síðari leiknum sem fram fer í Essen um næstu helgi. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en hann lék að mestu aðeins í vörninni. Arnór Atlason komst ekki á blað en markahæstur var Karol Bielecki með 10 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson átti ágætis dag fyrir Essen og skoraði fjögur mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. Lokatölur urðu 28-27 í frábærum handboltaleik en síðari leikurinn fer fram í Barcelona að viku liðinni. Heimavöllur liðsins er gríðarlega öflugur og tapar liðið venjulega ekki þar jafnvel þó að andstæðingarnir séu firnasterkt lið á borð við Ciudad. Hins vegar ber að geta að Ciudad vann Barcelona á útivelli í spænsku deildinni um síðustu helgi með tveimur mörkum og það er ekkert sem mælir gegn því að liðið geti endurtekið leikinn. Ólafur Stefánsson hefur oft leikið betur með Ciudad en í gær, en hann skoraði þrjú mörk og þar af kom eitt þeirra úr víti. Hussein Zagi var markahæstur Ciudad með fimm mörk en hjá Barcelona var spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero atkvæðamestur með sjö mörk. Þá var einnig leikið í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Essen áttust við. Það er skemmst frá því að segja að Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan átta marka sigur, 30-22, á heimavelli sínum og þarf mikið að gerast til að liðið missi niður þetta forskot í síðari leiknum sem fram fer í Essen um næstu helgi. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en hann lék að mestu aðeins í vörninni. Arnór Atlason komst ekki á blað en markahæstur var Karol Bielecki með 10 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson átti ágætis dag fyrir Essen og skoraði fjögur mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira