Skrýtnir afdalamenn til sýnis? 3. maí 2005 00:01 Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun