Vill hækkun á tekjumörkum öryrkja 4. maí 2005 00:01 Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira