Í mál við ríkið vegna eignaupptöku 11. maí 2005 00:01 Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira