Mun R-listinn lifa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:12 Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar