Mun R-listinn lifa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:12 Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun