Bandaríkin í trúarlegu ljósi 16. maí 2005 00:01 Fá stríð hafa vakið jafn mikla andúð á Bandaríkjunum og það sem nú er háð í Írak. Upphaflegar forsendur Írakstríðsins, að til væru gereyðingarvopn í landinu og tengsl Íraks við hryðjuverkasamtökin Al Quiada, hafa brostið. Það velkist þó engin í vafa um að "heimurinn er betri" eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Aðferðirnar voru einfaldlega ekki réttar. Bandaríkin eru þó ekki að brjóta neitt blað í sinni sögu með þessu stríði heldur eru þau að framfylgja hlutverki sem þau trúa að var þeim ætlað: Að vernda mannkynið gegn mönnum sem troða mannréttindum um tær. Eitt hugtak hefur þótt lýsa bandarísku hugarfari betur en nokkuð annað. Það byggist á því að skoða Bandaríkin og bandarískt samfélag í trúarlegu ljósi. Þetta hugtak er civil religion. Fyrsti vísirinn að hugtakinu civil religion kemur fram í riti Rousseau á 18.öldinni. Þar hélt hann því fram að trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum ætti að vera algjört svo lengi sem hugmyndir þeirra sköruðust ekki við skyldu borgaranna. Útskýring á hugtakinu civil religion kemur óbeint fram í riti Emile Durkheim, The Elementery forms of Religious life. Að hans mati voru trúarbrögð kerfi og athafnir sem vísuðu til heilagra hluta. Trúin og athafnirnar fá þegnanna til þess að líða sem siðferðislegri og þar af leiðandi samfélagslegri heild. Talcott Parson sagði að Durkheim hefði áttað sig á því að trúin væri ekki samfélagslegt fyrirbæri heldur samfélagið trúarlegt fyrirbæri. Það var þó Bellah sem setti fram kenninguna um bandaríska civil religion í blaðagrein sem birtist í tímaritinu Daedalus árið 1967. Þessi kenning ollu töluverðum deilum en Bellah segir sjálfur að enn hafi engin rök komið fram sem afsanni hana. Hann viðurkennir þó að hugtakið civil religion hafi ef til vill ekki átt við þá, en hann er í dag sannfærður um ágæti þess. Að mati Bellah eru einkenni civil religion í Bandaríkjunum einkum fólgin í hinni opinberu guðsmynd sem vakir yfir öllu. Í Bandaríkjunum ríkir algjört trúfrelsi. Það er bundið í stjórnarskránna að ríki og kirkja skuli vera aðskilin. Engu að síður er opinber orðræða í Bandaríkjunum með mjög sterka trúarlega tilvísun. Í henni er þó ekki minnst á Múhammed, Jesú eða Búddah heldur GUÐ. Til þessa Guðs geta velflest trúarbrögð samsamað sig, því hann er ekki bundinn við nein ein trúarbrögð heldur er hann guð skipulags, laga og réttlætis. Hann er guð Bandaríkjanna sem vakir yfir þeim. Samkvæmt hefðinni mega bandarískir forsetar ekki blanda sinni eigin trú inn í starfið sitt. Hin kaþólski forseti John F. Kennedy var mjög meðvitaður um þetta þegar hann flutti innsetningarræðuna sína árið 1961. "Með góðri samvisku getum við verið viss um að okkar einu verðlaun er lokadómur yfir verkum okkar. Förum því og leiðum landið, sem við elskum, biðjum um blessun Hans og hjálp, en höfum í huga, að á þessari jörð eru það við sem framkvæmum verk Guðs." Annað sem gefur til kynna að í Bandaríkjunum ríki civil religion eru mýtur en þær eru hverjum borgara hollt að þekkja enda er vísað til þeirra í opinberri orðræðu. Bandaríkjamenn eiga sínar "mýtur" sem hafa mjög sterka trúarlega tilvísun. Ein þeirra er sagan af George Washington þegar hann leiðir þjóð sína yfir Delawareánna og minnir frægt málverk af atvikinu óneitanlega á söguna af Móse og Rauða hafinu. Sterkasta mýtan er þó Abraham Lincoln. Hlutur hans í borgarastyrjöldinni hefur orðið að goðsögn um hinn réttláta sem lætur lífið fyrir réttlætið. Þar að auki dó hann á föstudaginn langa og því hefur verið horft á hann sem Jesúgerving í bandarískri sögu. Hin heilögu skjöl eru einnig gott dæmi um civil religion. Þau eru oft dregin fram þegar landinu er ógnað. Þá er oft vísað til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sem hefur verið nefnd Exodus Bandaríkjanna. Gettysburg ávarp Lincolns er einnig mjög heilagt skjal en það hefur verið kallað Nýja Testamennti Bandaríkjanna en þar segir meðal annars: "Þeir gáfu líf sitt svo að þjóðin mætti lifa." Eitt mikilvægasta táknið í bandarískri civil religion í dag er þó án nokkurs vafa fáninn. Eftir hryðjuverkin 11. september gekk civil religion í endurnýjun lífdaga. Bandaríkjamenn voru beðnir um að flagga til þess að sýna hvoru megin þeir stæðu. Þeir sem flögguðu voru sannir Bandaríkjamenn. Í augum hins venjulega Bandaríkjamanns er fáninn í dag tákn fyrir heimsveldi sem boðar frið og réttlæti, lýðræði og frelsi. Fánaeiðurinn er einnig mikilvægt atriði í bandarískri civil religion og má líkja honum við trúarjátningu. Þar lofa einstaklingurinn hollustu við fána Bandaríkjanna og allt sem hann stendur fyrir; lýðræðið, ein þjóð undir Guði sem lifir í landi sem er óskiptanlegt með frelsi og réttlæti fyrir alla. Þetta eru þó aðeins nokkur atriði sem lýsa bandarískri civil religion. Þau ættu þó að gefa einhverja mynd um hversu sterk og rótgróin þessi trú er á æðra hlutverk Bandaríkjanna. Stríðið í Írak er ekkert venjulegt stríð. Flestir vilja halda því fram og trúa því að það hafi verið háð af græðgi vegna olíulindanna. Bandaríkjamenn trúa því hins vegar að þeir séu að framfylgja hlutverki sínu sem Guð hefur valið þeim. Ef þeir glata þeirri trú, líkt og gerðist í Víetnam, þá munu þeir hverfa frá. En svo lengi sem að trúin er sterk þá munu Bandaríkin koma sínu til leiðar. Séra Martin Lúther King lýsir trú þeirra á æðra hlutverki þeirra kannski best. "Ástæðan fyrir því að við verðum að leysa kynþáttamisréttið hér í Bandaríkjunum er sú að Guð fékk Bandaríkjunum, á einhvern hátt, sérstakt verkefni fyrir allan heiminn. Ef við getum ekki leyst vandamálið þá getur heimurinn það ekki."Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fá stríð hafa vakið jafn mikla andúð á Bandaríkjunum og það sem nú er háð í Írak. Upphaflegar forsendur Írakstríðsins, að til væru gereyðingarvopn í landinu og tengsl Íraks við hryðjuverkasamtökin Al Quiada, hafa brostið. Það velkist þó engin í vafa um að "heimurinn er betri" eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Aðferðirnar voru einfaldlega ekki réttar. Bandaríkin eru þó ekki að brjóta neitt blað í sinni sögu með þessu stríði heldur eru þau að framfylgja hlutverki sem þau trúa að var þeim ætlað: Að vernda mannkynið gegn mönnum sem troða mannréttindum um tær. Eitt hugtak hefur þótt lýsa bandarísku hugarfari betur en nokkuð annað. Það byggist á því að skoða Bandaríkin og bandarískt samfélag í trúarlegu ljósi. Þetta hugtak er civil religion. Fyrsti vísirinn að hugtakinu civil religion kemur fram í riti Rousseau á 18.öldinni. Þar hélt hann því fram að trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum ætti að vera algjört svo lengi sem hugmyndir þeirra sköruðust ekki við skyldu borgaranna. Útskýring á hugtakinu civil religion kemur óbeint fram í riti Emile Durkheim, The Elementery forms of Religious life. Að hans mati voru trúarbrögð kerfi og athafnir sem vísuðu til heilagra hluta. Trúin og athafnirnar fá þegnanna til þess að líða sem siðferðislegri og þar af leiðandi samfélagslegri heild. Talcott Parson sagði að Durkheim hefði áttað sig á því að trúin væri ekki samfélagslegt fyrirbæri heldur samfélagið trúarlegt fyrirbæri. Það var þó Bellah sem setti fram kenninguna um bandaríska civil religion í blaðagrein sem birtist í tímaritinu Daedalus árið 1967. Þessi kenning ollu töluverðum deilum en Bellah segir sjálfur að enn hafi engin rök komið fram sem afsanni hana. Hann viðurkennir þó að hugtakið civil religion hafi ef til vill ekki átt við þá, en hann er í dag sannfærður um ágæti þess. Að mati Bellah eru einkenni civil religion í Bandaríkjunum einkum fólgin í hinni opinberu guðsmynd sem vakir yfir öllu. Í Bandaríkjunum ríkir algjört trúfrelsi. Það er bundið í stjórnarskránna að ríki og kirkja skuli vera aðskilin. Engu að síður er opinber orðræða í Bandaríkjunum með mjög sterka trúarlega tilvísun. Í henni er þó ekki minnst á Múhammed, Jesú eða Búddah heldur GUÐ. Til þessa Guðs geta velflest trúarbrögð samsamað sig, því hann er ekki bundinn við nein ein trúarbrögð heldur er hann guð skipulags, laga og réttlætis. Hann er guð Bandaríkjanna sem vakir yfir þeim. Samkvæmt hefðinni mega bandarískir forsetar ekki blanda sinni eigin trú inn í starfið sitt. Hin kaþólski forseti John F. Kennedy var mjög meðvitaður um þetta þegar hann flutti innsetningarræðuna sína árið 1961. "Með góðri samvisku getum við verið viss um að okkar einu verðlaun er lokadómur yfir verkum okkar. Förum því og leiðum landið, sem við elskum, biðjum um blessun Hans og hjálp, en höfum í huga, að á þessari jörð eru það við sem framkvæmum verk Guðs." Annað sem gefur til kynna að í Bandaríkjunum ríki civil religion eru mýtur en þær eru hverjum borgara hollt að þekkja enda er vísað til þeirra í opinberri orðræðu. Bandaríkjamenn eiga sínar "mýtur" sem hafa mjög sterka trúarlega tilvísun. Ein þeirra er sagan af George Washington þegar hann leiðir þjóð sína yfir Delawareánna og minnir frægt málverk af atvikinu óneitanlega á söguna af Móse og Rauða hafinu. Sterkasta mýtan er þó Abraham Lincoln. Hlutur hans í borgarastyrjöldinni hefur orðið að goðsögn um hinn réttláta sem lætur lífið fyrir réttlætið. Þar að auki dó hann á föstudaginn langa og því hefur verið horft á hann sem Jesúgerving í bandarískri sögu. Hin heilögu skjöl eru einnig gott dæmi um civil religion. Þau eru oft dregin fram þegar landinu er ógnað. Þá er oft vísað til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sem hefur verið nefnd Exodus Bandaríkjanna. Gettysburg ávarp Lincolns er einnig mjög heilagt skjal en það hefur verið kallað Nýja Testamennti Bandaríkjanna en þar segir meðal annars: "Þeir gáfu líf sitt svo að þjóðin mætti lifa." Eitt mikilvægasta táknið í bandarískri civil religion í dag er þó án nokkurs vafa fáninn. Eftir hryðjuverkin 11. september gekk civil religion í endurnýjun lífdaga. Bandaríkjamenn voru beðnir um að flagga til þess að sýna hvoru megin þeir stæðu. Þeir sem flögguðu voru sannir Bandaríkjamenn. Í augum hins venjulega Bandaríkjamanns er fáninn í dag tákn fyrir heimsveldi sem boðar frið og réttlæti, lýðræði og frelsi. Fánaeiðurinn er einnig mikilvægt atriði í bandarískri civil religion og má líkja honum við trúarjátningu. Þar lofa einstaklingurinn hollustu við fána Bandaríkjanna og allt sem hann stendur fyrir; lýðræðið, ein þjóð undir Guði sem lifir í landi sem er óskiptanlegt með frelsi og réttlæti fyrir alla. Þetta eru þó aðeins nokkur atriði sem lýsa bandarískri civil religion. Þau ættu þó að gefa einhverja mynd um hversu sterk og rótgróin þessi trú er á æðra hlutverk Bandaríkjanna. Stríðið í Írak er ekkert venjulegt stríð. Flestir vilja halda því fram og trúa því að það hafi verið háð af græðgi vegna olíulindanna. Bandaríkjamenn trúa því hins vegar að þeir séu að framfylgja hlutverki sínu sem Guð hefur valið þeim. Ef þeir glata þeirri trú, líkt og gerðist í Víetnam, þá munu þeir hverfa frá. En svo lengi sem að trúin er sterk þá munu Bandaríkin koma sínu til leiðar. Séra Martin Lúther King lýsir trú þeirra á æðra hlutverki þeirra kannski best. "Ástæðan fyrir því að við verðum að leysa kynþáttamisréttið hér í Bandaríkjunum er sú að Guð fékk Bandaríkjunum, á einhvern hátt, sérstakt verkefni fyrir allan heiminn. Ef við getum ekki leyst vandamálið þá getur heimurinn það ekki."Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar