Tekst að berja í brestina? 24. maí 2005 00:01 Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigurður Þór Salvarsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun