
Sport
AC Milan að slátra Liverpool

AC Milan er hreinlega að ganga frá Liverpool strax í fyrri hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en staðan er orðin 3-0 fyrir Ítalana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Eftir að Paolo Maldini hafði slegið Liverpool út af laginu með marki strax á 1. mínútu skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu.