

Spánverjar leiðandi í jafnrétti
Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni.
Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni.
Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin.
Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál.
Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.
Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar

Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart?
Björn Snæbjörnsson skrifar

Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn
Gunnar Gylfason skrifar

Ábyrg ferðamennska
Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar

Að vinda ofan af gullhúðun
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit?
Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar

Mannúðarkrísa af mannavöldum
Ingólfur Gíslason skrifar

Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu
Sveinn Þórhallsson skrifar

Slúbbertar í skjóli BSRB
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Ég er kominn heim
Askur Hrafn Hannesson skrifar

Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Kennum innflytjendum íslensku!
Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar

Skreytt með stolnum fjöðrum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Er garðurinn þinn alveg grænn?
Sigurður Friðleifsson skrifar

Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna?
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar

Fimm svikasögur úr raunveruleikanum
Brynja María Ólafsdóttir skrifar