Sport

Nína Ósk er hætt hjá Val

Nína Ósk Kristinsdóttir leikur með Keflavík í kvöld gegn ÍBV í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar. Nína er tvítug og leikur í sókninni en hún hefur undanfarin ár leikið með Val, hún fékk síðan félagaskipti yfir í Keflavík í gær. Nína býr í Sandgerði og segir að aðalástæða þess að hún tók þá ákvörðun að leika á ný með Keflavík hafi verið sú að hún er komin með mikla leið á því að keyra á æfingar. Reynir Þór Ragnarsson, stjórnarmaður hjá Keflavík, fagnar því að endurheimta Nínu en hópur liðsins er frekar þunnskipaður um þessar mundir sökum meiðsla. Búast má við því að Keflavík fái enn frekari liðsstyrk bráðlega að hans sögn því þrír serbneskir leikmenn eru væntanlegir í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×