Valgerður ber alla ábyrgð 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægilega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráðherranefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smávægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Halldórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að Ríkisendurskoðandi sé að úrskurða um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. "Ríkisendurskoðandi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Fyrst að löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?" spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðrir aðilar en Ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnarfarsrétti eða Umboðsmaður Alþingis, úrskurði um mál sem þetta. Valgerður Sverrisdóttir var ekki búin að kynna sér skýrslu Ríkisendurskoðanda í gærkvöldi og vildi því ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægilega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráðherranefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smávægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Halldórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að Ríkisendurskoðandi sé að úrskurða um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. "Ríkisendurskoðandi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Fyrst að löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?" spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðrir aðilar en Ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnarfarsrétti eða Umboðsmaður Alþingis, úrskurði um mál sem þetta. Valgerður Sverrisdóttir var ekki búin að kynna sér skýrslu Ríkisendurskoðanda í gærkvöldi og vildi því ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira