
Sport
Campbell sigraði á Opna bandaríska

Nýsjálendingurinn Michael Campbell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Pinehurst í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn var Campbell fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem átti titil að verja. Goosen fór illa að ráði sínu og lék holurnar 18 í gær á 11 höggum yfir pari og varð í 11.-14.. sæti. Sigurvegarinn Michael Campbell var eini kylfingurinn sem náði að fara völlinn á pari. Tiger Woods varð annar á tveimur yfir pari. Jafnir í þriðja sæti urðu Spánverjinn Sergio Garcia, Ástralinn Mark Hensby og Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark en þeir léku allir á fimm höggum yfir pari.