Mismunandi þjóðhátíðir 21. júní 2005 00:01 "Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
"Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun