
Rússnesk peningaþvottavél
Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum.
Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis.
Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti.
Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli.
Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug.
Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn.
Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.
Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is
Skoðun

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar

Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Hverjum þjónar nýsköpunin?
Halldóra Mogensen skrifar

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Auður Kjartansdóttir skrifar