Flugskeyti skotið að herþyrlu?

Tveir bandarískir hermenn féllu þegar bandarísk herþyrla brotlenti norður af Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Vitni segja að flugskeyti hafi verið skotið að vélinni, en það hefur ekki fengist staðfest. Tvímenningarnir voru einir um borð í vélinni.