Crespo aftur til Chelsea?

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo, sem var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð frá Chelsea, er hugsanlega á leiðinni aftur til Englandsmeistaranna að sögn forráðamanna Mílanóliðsins. Ekkert hefur gengið hjá Chelsea að lokka til sín sterka sóknarmenn. Tilboð í Samuel Eto´o, Barcelona, Andrei Shevchenko, AC Milan, og David Trezeguet, Juventus, hefur verið hafnað og nú er svo komið að Chelsea vill fá Crespo aftur. Milan vill þó halda í Crespo og leikmaðurinn er ekki áfjáður í að snúa aftur í enska boltann. Mateja Kezman, sóknarmaður Chelsea, er á förum til Athletic Madrid og því er sóknarlína liðsins frekar þunnskipuð.