Einn af tekjustólpum ríkisins? 30. júní 2005 00:01 Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun