Bókaflóð allan ársins hring Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. júní 2005 00:01 Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun