Bókaflóð allan ársins hring Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. júní 2005 00:01 Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun