Íslenska landsliðið í golfi er núna að spila við Svía um 13.-16. sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Otto Sigurðsson tapaði þremur fyrstu holunum gegn Niclas Lemke. Jafnt var í leik Arnar Ævars Hjartarsonar og Stefáns Más Stefánssonar gegn Alex Noren og Kalle Edberg eftir fyrstu þrjár holurnar.