Baugur í skaðabótamál við ríkið 1. júlí 2005 00:01 Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira