
Sport
Leika við Finna um 15. sætið
Karlalandsliðið í golfi leikur nú gegn Finnum á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi en leikið er um 15. sætið á mótinu. Rétt fyrir hádegi var búið að leika sex holur. Stefán Már Stefánsson er tveimur holum yfir í sínum leik, Finnarnir eru yfir í tveimur leikjum og jafnt er í tveimur viðureignum. Strákarnir töpuðu fyrir Svíum í gær. Þjóðverjar og Englendingar leika til úrslita um Evróputitilinn.