Maður lést í umferðarslysi 4. júlí 2005 00:01 Eldri maður lést í árekstri pallbíls og rútu við Minni-Borg í Grímsnesi laust eftir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír farþegar rútunnar meiddust og voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykavík til skoðunar. Maðurinn sem lést ók pallbílnum og var einn á ferð. Talið er að hann hafi látist samstundis. Í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi kemur fram að í rútunni hafi verið 42 farþegar auk ökumanns og leiðsögumanns. Lögregla taldi meiðsli farþeganna ekki alvarleg, en þeir sem ekki voru fluttir til Reykjavíkur strax fengu aðhlynningu, fyrst á sjúkrahúsi á Selfossi og síðan í Reykjavík. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn frá Selfossi fóru á vettvang ásamt fjölmennu liði lækna frá Sjúkrahúsi Selfoss. Einnig var lögreglubifreiðum frá Kópavogi og Hvolsvelli stefnt að vettvangi, segir í tilkynningu lögreglu, og einnig var kölluð út þyrla Landhelgisgæslunnar en hún var fljótlega afturkölluð. Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglu, en á vettvangi báru farþegar rútunnar að ökumaður pallbílsins hafi ekki tekið eftir rútunni þar sem hann ók inn á Biskupstungnaveg í veg fyrir hana. Við áreksturinn kastaðist maðurinn út úr bílnum. Að sögn Herdísar Sigurjónsdóttur, neyðarvarnarfulltrúa hjá Rauða krossi Íslands, var lið frá Rauða krossinum sent á vettvang vegna árekstur rútunnar og pallbílsins. Hún stjórnaði aðgerðum Rauða krossins í samhæfingarmiðstöð sem sett var upp vegna slyssins. "Við veitum sálrænan stuðning eins og Rauði krossinn veitir alltaf," sagði Herdís. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Eldri maður lést í árekstri pallbíls og rútu við Minni-Borg í Grímsnesi laust eftir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír farþegar rútunnar meiddust og voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykavík til skoðunar. Maðurinn sem lést ók pallbílnum og var einn á ferð. Talið er að hann hafi látist samstundis. Í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi kemur fram að í rútunni hafi verið 42 farþegar auk ökumanns og leiðsögumanns. Lögregla taldi meiðsli farþeganna ekki alvarleg, en þeir sem ekki voru fluttir til Reykjavíkur strax fengu aðhlynningu, fyrst á sjúkrahúsi á Selfossi og síðan í Reykjavík. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn frá Selfossi fóru á vettvang ásamt fjölmennu liði lækna frá Sjúkrahúsi Selfoss. Einnig var lögreglubifreiðum frá Kópavogi og Hvolsvelli stefnt að vettvangi, segir í tilkynningu lögreglu, og einnig var kölluð út þyrla Landhelgisgæslunnar en hún var fljótlega afturkölluð. Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglu, en á vettvangi báru farþegar rútunnar að ökumaður pallbílsins hafi ekki tekið eftir rútunni þar sem hann ók inn á Biskupstungnaveg í veg fyrir hana. Við áreksturinn kastaðist maðurinn út úr bílnum. Að sögn Herdísar Sigurjónsdóttur, neyðarvarnarfulltrúa hjá Rauða krossi Íslands, var lið frá Rauða krossinum sent á vettvang vegna árekstur rútunnar og pallbílsins. Hún stjórnaði aðgerðum Rauða krossins í samhæfingarmiðstöð sem sett var upp vegna slyssins. "Við veitum sálrænan stuðning eins og Rauði krossinn veitir alltaf," sagði Herdís.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira