Lífið heldur áfram í London 8. júlí 2005 00:01 Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira