Starfsleyfi Alcoa dregið í efa 14. júlí 2005 00:01 Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira