Starfsleyfi Alcoa dregið í efa 14. júlí 2005 00:01 Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjá meira
Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjá meira