Hefur þú efni á landsliðssæti? Magnús Halldórsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Magnús Halldórsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar