Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum 19. júlí 2005 00:01 Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira