Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum 19. júlí 2005 00:01 Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira