Saka lögregluna um vanhæfni 24. júlí 2005 00:01 Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira