Batman Begins 25. júlí 2005 00:01 Ég var ekki alveg viss hverju átti að búast við þegar ég ræsti Gamecube vélina mína með nýja Batman Begins leiknum. Í gegnum tíðina hafa leikir sem eru byggðir á kvikmyndum yfirleitt ekki staðið undir væntingum og í mörgum tilfella verið alveg hrikalega lélegir. Spurningin er bara hvort Batman Begins sé einn af þeim leikjum. Umgjörð Leikurinn fylgir söguþræði myndarinnar og sýnir brot úr henni á milli borða, í heildina skiptist leikurinn í 10 borð. Leikurinn verðlaunar spilara með ýmsum bónusum því lengra sem maður kemst í leiknum, þetta eru til dæmis aðrir búningar á Batman og upplýsingar um ýmsar persónur í leiknum (Gallery of Fear). Á heildina litið er þetta samt frekar rýrt aukaefni sem eykur lítið á ánægjuna að spila leikinn. Spilun Leikurinn spilast frá þriðju persónu sjónarhorni svipað eins og Splinter Cell. Öll stjórnun leiksins er mjög einföld, í raun of einföld. Hægt er að velja um að kýla eða sparka í óvini og á vissum augnablikum er hægt að ná kröftugri árás með því að ýta á X hnappinn þegar leikurinn lætur mann vita, bardagarnir snúast því oftast um að koma sér í stöðu til að fá möguleika á slíkri árás. Bardagarnir eru því frekar einsleitir. Það sem er hinsvegar sniðugt er að Batman getur vakið ótta hjá óvinum sínum með því að nota ýmsa hluti í umhverfinu og er þá auðveldara að yfirbuga þá, þetta verður samt fljótt þreytt því oft er engin önnur góð leið til þess að sigra þá, sérstaklega ef þeir eru með byssur. Gervigreind leiksins er einföld og tiltölulega auðvelt er að sigra flesta bardaga leiksins, sérstaklega ef óvinirnir eru orðnir hræddir en þá hlaupa þeir oft bara um stefnulaust. Leikurinn leyfir lítil frumlegheit af hálfu spilara og valkostir í borðunum eru fáir. 2 af borðunum 10 eru bílaborð og brjóta þau leikinn aðeins upp en þau bjarga engu, spilast eins og slök útgáfa af Burnout 3. Grafík og hljóð Þetta er sennilega sterkasti þáttur leiksins en grafíkin er yfirleitt fín, sérstaklega í karakterum. Andlit eru mjög nákvæm og raunveruleg, samt ekki eins raunveruleg og í Resident Evil 4. Bílaborðin eru samt slökust í grafíkdeildinni. Leikurinn er allur frekar dimmur eins og við er að búast og flest umhverfi hans eru í niðurníddum byggingum, býður það því ekki upp á mikil frumlegheit í ytra umhverfi leiksins en ágætlega leyst samt sem áður. Hljóðið er fínt og styður Dolby Pro Logic 2 heimabíóhljóm eins og margir leikir í dag. Allir helstu leikarar myndarinnar tala fyrir sömu karaktera í leiknum og öll talsetning er til fyrirmyndar, fannst reyndar Liam Neeson hljóma hálf furðulega. Niðurstaða Þessi leikur er því miður ekkert sérstakur, of einföld stjórnun og fáir valkostir í borðum gera hann fullan endurtekninga. Það hefði verið hægt að gera mun betur með þennan efnivið enda nóg af flottum hasaratriðum í myndinni. Leikurinn er líka mjög stuttur en fær spilari ætti að geta stormað í gegnum hann á tiltölulega fáum tímum, jafnvel góðum eftirmiðdegi. Það væri svo sem allt í lagi ef aukaefnið og leikurinn sjálfur gerðu það að verkum að maður vildi spila hann aftur en svo er bara ekki. Batman Begins telst því í besta falli í meðallagi og skilur lítið eftir sig. Vélbúnaður: Gamecube Framleiðandi: EA Games Útgefandi: Warner Bros Interactive Entertainment Heimasíða: www.batmanbegins.ea.com Franz Leikjavísir Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ég var ekki alveg viss hverju átti að búast við þegar ég ræsti Gamecube vélina mína með nýja Batman Begins leiknum. Í gegnum tíðina hafa leikir sem eru byggðir á kvikmyndum yfirleitt ekki staðið undir væntingum og í mörgum tilfella verið alveg hrikalega lélegir. Spurningin er bara hvort Batman Begins sé einn af þeim leikjum. Umgjörð Leikurinn fylgir söguþræði myndarinnar og sýnir brot úr henni á milli borða, í heildina skiptist leikurinn í 10 borð. Leikurinn verðlaunar spilara með ýmsum bónusum því lengra sem maður kemst í leiknum, þetta eru til dæmis aðrir búningar á Batman og upplýsingar um ýmsar persónur í leiknum (Gallery of Fear). Á heildina litið er þetta samt frekar rýrt aukaefni sem eykur lítið á ánægjuna að spila leikinn. Spilun Leikurinn spilast frá þriðju persónu sjónarhorni svipað eins og Splinter Cell. Öll stjórnun leiksins er mjög einföld, í raun of einföld. Hægt er að velja um að kýla eða sparka í óvini og á vissum augnablikum er hægt að ná kröftugri árás með því að ýta á X hnappinn þegar leikurinn lætur mann vita, bardagarnir snúast því oftast um að koma sér í stöðu til að fá möguleika á slíkri árás. Bardagarnir eru því frekar einsleitir. Það sem er hinsvegar sniðugt er að Batman getur vakið ótta hjá óvinum sínum með því að nota ýmsa hluti í umhverfinu og er þá auðveldara að yfirbuga þá, þetta verður samt fljótt þreytt því oft er engin önnur góð leið til þess að sigra þá, sérstaklega ef þeir eru með byssur. Gervigreind leiksins er einföld og tiltölulega auðvelt er að sigra flesta bardaga leiksins, sérstaklega ef óvinirnir eru orðnir hræddir en þá hlaupa þeir oft bara um stefnulaust. Leikurinn leyfir lítil frumlegheit af hálfu spilara og valkostir í borðunum eru fáir. 2 af borðunum 10 eru bílaborð og brjóta þau leikinn aðeins upp en þau bjarga engu, spilast eins og slök útgáfa af Burnout 3. Grafík og hljóð Þetta er sennilega sterkasti þáttur leiksins en grafíkin er yfirleitt fín, sérstaklega í karakterum. Andlit eru mjög nákvæm og raunveruleg, samt ekki eins raunveruleg og í Resident Evil 4. Bílaborðin eru samt slökust í grafíkdeildinni. Leikurinn er allur frekar dimmur eins og við er að búast og flest umhverfi hans eru í niðurníddum byggingum, býður það því ekki upp á mikil frumlegheit í ytra umhverfi leiksins en ágætlega leyst samt sem áður. Hljóðið er fínt og styður Dolby Pro Logic 2 heimabíóhljóm eins og margir leikir í dag. Allir helstu leikarar myndarinnar tala fyrir sömu karaktera í leiknum og öll talsetning er til fyrirmyndar, fannst reyndar Liam Neeson hljóma hálf furðulega. Niðurstaða Þessi leikur er því miður ekkert sérstakur, of einföld stjórnun og fáir valkostir í borðum gera hann fullan endurtekninga. Það hefði verið hægt að gera mun betur með þennan efnivið enda nóg af flottum hasaratriðum í myndinni. Leikurinn er líka mjög stuttur en fær spilari ætti að geta stormað í gegnum hann á tiltölulega fáum tímum, jafnvel góðum eftirmiðdegi. Það væri svo sem allt í lagi ef aukaefnið og leikurinn sjálfur gerðu það að verkum að maður vildi spila hann aftur en svo er bara ekki. Batman Begins telst því í besta falli í meðallagi og skilur lítið eftir sig. Vélbúnaður: Gamecube Framleiðandi: EA Games Útgefandi: Warner Bros Interactive Entertainment Heimasíða: www.batmanbegins.ea.com
Franz Leikjavísir Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira