Lukkudráttur hjá Haukunum 26. júlí 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. En þó svo að andstæðingurinn sé ekki sterkur er óhætt að segja að liðið sé ekki síst heppið hvað varðar ferðalagið en mörg lið frá austurhluta Evrópu voru í pottinum. Eitt slíkt drógst gegn Val í Evrópukeppni félagsliða. Þar er um að ræða lið frá höfuðborginni Tblisi í Georgíu, heimalands Rolands Eradze, landsliðsmarkvarðar og fyrrum markvarðar Vals. "Án þess að maður þekki mikið til í handboltanum í Lúxemborg má engu að síður gera ráð fyrir því að það væri varla hægt að fá auðveldari andstæðing," sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka í gær. "Þetta ætti að veita okkur greiða leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar, sem er okkar markmið. Við viljum helst ekki þurfa að taka þátt í forkeppninni en það var gott að við þurfum ekki að ferðast lengra fyrir þessa leiki nú." Dregið verður í riðlakeppnina í dag og kemur þá í ljós hvaða andstæðinga Haukar fá þar vinni þeir Berchem. Hjá konunum drógust Íslandsmeistarar Haukar gegn Pelplast Salerno frá Ítalíu í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða og Stjörnustúlkur mæta tyrkneska liðinu Anadolou í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Allir leikirnir verða leiknir heima og að heiman og eru fyrri leikirnir á dagskrá þriðja eða fjórða september og þeir síðari viku síðar. Það á við í öllum keppnum nema hjá kvennaliði Stjörnunnar í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Þeir leikir fara fram í byrjun október. Íslandsmótið hefst 21. september næstkomandi. Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. En þó svo að andstæðingurinn sé ekki sterkur er óhætt að segja að liðið sé ekki síst heppið hvað varðar ferðalagið en mörg lið frá austurhluta Evrópu voru í pottinum. Eitt slíkt drógst gegn Val í Evrópukeppni félagsliða. Þar er um að ræða lið frá höfuðborginni Tblisi í Georgíu, heimalands Rolands Eradze, landsliðsmarkvarðar og fyrrum markvarðar Vals. "Án þess að maður þekki mikið til í handboltanum í Lúxemborg má engu að síður gera ráð fyrir því að það væri varla hægt að fá auðveldari andstæðing," sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka í gær. "Þetta ætti að veita okkur greiða leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar, sem er okkar markmið. Við viljum helst ekki þurfa að taka þátt í forkeppninni en það var gott að við þurfum ekki að ferðast lengra fyrir þessa leiki nú." Dregið verður í riðlakeppnina í dag og kemur þá í ljós hvaða andstæðinga Haukar fá þar vinni þeir Berchem. Hjá konunum drógust Íslandsmeistarar Haukar gegn Pelplast Salerno frá Ítalíu í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða og Stjörnustúlkur mæta tyrkneska liðinu Anadolou í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Allir leikirnir verða leiknir heima og að heiman og eru fyrri leikirnir á dagskrá þriðja eða fjórða september og þeir síðari viku síðar. Það á við í öllum keppnum nema hjá kvennaliði Stjörnunnar í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Þeir leikir fara fram í byrjun október. Íslandsmótið hefst 21. september næstkomandi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira