Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2025 15:40 Phil Mickelson í keppni á LIV-mótaröðinni. Hann þáði fúlgur fjár frá fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu til þess að keppa þar í skugga sögusagna um að hann hefði spilað rassinn úr buxunum í fjárhættuspilum. Vísir/EPA Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum. Mickelson, sem er þekktur fyrir glæfraleg fjárhættuspil í gegnum tíðina, hefur talað um fátt annað á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði en olíufélagið Sable Offshore sem hann fjárfesti í. Nú kannar fyrirtækið hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum með Mickelson sem hafi svo komið þeim til annarra fjárfesta. Mickelson sjálfur segir allar fregnir um slíkt rógburð. Bjuggust við skjótfengnum gróða af lokuðum olíuborpalli Sable Offshore keypti olíuborpall í Kyrrahafi utan stranda Kaliforníu af olíurisanum Exxon á hátt í milljarð dollara. Borpallinum var lokað í kjölfar umhverfisslyss sem átti sér stað árið 2015. Veðjuðu stjórnendur Sable á að þeim tækist að hefja starfsemi á borpallinum fljótt en þá væri kaupverðið gjöf en ekki gjald. Ekkert hefur hins vegar orðið úr því ennþá og hlutir í Sable hafa hrunið um helming í verði síðasta árið, að því er segir í frétt Golf.com. Frá hreinsunarstarfi í Santa Barbara í Kaliforníu eftir Refugio-olíuleikann árið 2015.Vísir/EPA Mickelson, og fulltrúar Sable, hafa þrýst fast á stjórnvöld í Kaliforníu og ríkisstjórann Gavin Newsom að gefa starfseminni grænt ljós. Lét fjárfesta vita af yfirvofandi tilkynningu Bandaríski fjármálavefurinn Hunterbrook heldur því nú fram að Mickelson hafi fengið innherjaupplýsingar frá Sable og deilt þeim í hópspjalli fjárfesta í félaginu á samfélagsmiðlinum X. Vitnaði vefurinn til einkaskilaboða frá Mickelson í spjallinu. Mickelson hafi meðal annars látið fjárfestana vita um væntanlega tilkynningu frá Sable sama dag og fyrirtækið senda hana út frá sér. Kylfingurinn brást við ásökununum með því að saka Hunterbrook um rógburð. Hann hefði ekki stundað nein viðskipti með hlutabréf eftir upplýsingar sem hann fékk um væntanlegar vendingar hjá Sable. Mickelson hefur farið mikinn gegn embættismönnum og opinberum stofnunum í Kaliforníu vegna olíuborpalla sem fyrirtæki sem hann fjárfesti í vill opna aftur. Umhverfissamtök stefndu fyrirtækinu til þess að stöðva áformin.Vísir/EPA Sakaði hann miðilinn jafnframt um markaðsmisnotkun. Hunterbrook rekur einnig fjárfestingasjóð sem notfærir sér meðal annars upplýsingar sem fjölmiðlaarmur fyrirtækisins aflar sem vekur upp alls kyns spurningar um mögulega hagsmunaárekstra í umfjöllun hans. Fulltrúar Hunterbrook halda því fram að þeir hafi heldur ekki stundað nein viðskipti út á upplýsingarnar í fréttinni um Mickelson og Sable. Greiddi milljón dollara í sekt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mickelson blandast inn í innherjamál. Hann gerði sátt við Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) og greiddi milljón dollara í sekt vegna ásakana um að hann hefði stundað innherjaviðskipti árið 2016. Viðskiptafélagi Mickelson, sem fékk honum innherjaupplýsingar um skráð fyrirtæki, var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna innherjasvikanna sem sköffuðu honum tugi milljóna dollara í ávinning. Hann afplánaði þó ekki allan dóminn því Donald Trump náðaði hann rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Í ákærunni á hendur viðskiptafélaginu var Mickelson svonefndur ónefndur vitorðsmaður. Áleitnar spurningar hafa verið uppi um hvers vegna kylfingurinn var ekki sjálfur ákærður fyrir sinn þátt í svikunum. Viðskiptafélaginn, Billy Walters, hélt því síðar fram í bók sem hann gaf út að Mickelson hefði lagt rúman milljarð undir í veðmálum undanfarna þrjá áratugi. Hann hefði meðal annars viljað leggja stórfé undir úrslit Ryder-bikarsins sem hann keppti sjálfur í árið 2012. Í kjölfarið gekkst Mickelson við því að hann ætti við spilafíkn að stríða en að hann hefði aldrei ógnað fjárhagslegu öryggi fjölskyldu sinnar með fjárhættuspili sínu. Golf Bandaríkin Erlend sakamál Jarðefnaeldsneyti Fjárhættuspil Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Mickelson, sem er þekktur fyrir glæfraleg fjárhættuspil í gegnum tíðina, hefur talað um fátt annað á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði en olíufélagið Sable Offshore sem hann fjárfesti í. Nú kannar fyrirtækið hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum með Mickelson sem hafi svo komið þeim til annarra fjárfesta. Mickelson sjálfur segir allar fregnir um slíkt rógburð. Bjuggust við skjótfengnum gróða af lokuðum olíuborpalli Sable Offshore keypti olíuborpall í Kyrrahafi utan stranda Kaliforníu af olíurisanum Exxon á hátt í milljarð dollara. Borpallinum var lokað í kjölfar umhverfisslyss sem átti sér stað árið 2015. Veðjuðu stjórnendur Sable á að þeim tækist að hefja starfsemi á borpallinum fljótt en þá væri kaupverðið gjöf en ekki gjald. Ekkert hefur hins vegar orðið úr því ennþá og hlutir í Sable hafa hrunið um helming í verði síðasta árið, að því er segir í frétt Golf.com. Frá hreinsunarstarfi í Santa Barbara í Kaliforníu eftir Refugio-olíuleikann árið 2015.Vísir/EPA Mickelson, og fulltrúar Sable, hafa þrýst fast á stjórnvöld í Kaliforníu og ríkisstjórann Gavin Newsom að gefa starfseminni grænt ljós. Lét fjárfesta vita af yfirvofandi tilkynningu Bandaríski fjármálavefurinn Hunterbrook heldur því nú fram að Mickelson hafi fengið innherjaupplýsingar frá Sable og deilt þeim í hópspjalli fjárfesta í félaginu á samfélagsmiðlinum X. Vitnaði vefurinn til einkaskilaboða frá Mickelson í spjallinu. Mickelson hafi meðal annars látið fjárfestana vita um væntanlega tilkynningu frá Sable sama dag og fyrirtækið senda hana út frá sér. Kylfingurinn brást við ásökununum með því að saka Hunterbrook um rógburð. Hann hefði ekki stundað nein viðskipti með hlutabréf eftir upplýsingar sem hann fékk um væntanlegar vendingar hjá Sable. Mickelson hefur farið mikinn gegn embættismönnum og opinberum stofnunum í Kaliforníu vegna olíuborpalla sem fyrirtæki sem hann fjárfesti í vill opna aftur. Umhverfissamtök stefndu fyrirtækinu til þess að stöðva áformin.Vísir/EPA Sakaði hann miðilinn jafnframt um markaðsmisnotkun. Hunterbrook rekur einnig fjárfestingasjóð sem notfærir sér meðal annars upplýsingar sem fjölmiðlaarmur fyrirtækisins aflar sem vekur upp alls kyns spurningar um mögulega hagsmunaárekstra í umfjöllun hans. Fulltrúar Hunterbrook halda því fram að þeir hafi heldur ekki stundað nein viðskipti út á upplýsingarnar í fréttinni um Mickelson og Sable. Greiddi milljón dollara í sekt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mickelson blandast inn í innherjamál. Hann gerði sátt við Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) og greiddi milljón dollara í sekt vegna ásakana um að hann hefði stundað innherjaviðskipti árið 2016. Viðskiptafélagi Mickelson, sem fékk honum innherjaupplýsingar um skráð fyrirtæki, var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna innherjasvikanna sem sköffuðu honum tugi milljóna dollara í ávinning. Hann afplánaði þó ekki allan dóminn því Donald Trump náðaði hann rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Í ákærunni á hendur viðskiptafélaginu var Mickelson svonefndur ónefndur vitorðsmaður. Áleitnar spurningar hafa verið uppi um hvers vegna kylfingurinn var ekki sjálfur ákærður fyrir sinn þátt í svikunum. Viðskiptafélaginn, Billy Walters, hélt því síðar fram í bók sem hann gaf út að Mickelson hefði lagt rúman milljarð undir í veðmálum undanfarna þrjá áratugi. Hann hefði meðal annars viljað leggja stórfé undir úrslit Ryder-bikarsins sem hann keppti sjálfur í árið 2012. Í kjölfarið gekkst Mickelson við því að hann ætti við spilafíkn að stríða en að hann hefði aldrei ógnað fjárhagslegu öryggi fjölskyldu sinnar með fjárhættuspili sínu.
Golf Bandaríkin Erlend sakamál Jarðefnaeldsneyti Fjárhættuspil Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira