Þórður ætlar sér í landsliðið á ný 26. júlí 2005 00:01 Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. Þórður er ánægður með nýja þjálfarann, en hann var við stjórnvölinn hjá Genk í Belgíu þegar Þórður lék þar við góðan orðstír. "Ég er ánægður með að hingað sé kominn nýr þjálfari. Síðasta tímabil var mikil vonbrigði fyrir mig, þar sem ég fékk ekkert að spila hjá félaginu. Núna held ég að sé annað upp á teningnum. Ég hef verið að spila í æfingaleikjunum að undanförnu og það hefur gengið vel. Það er allt annað andrúmsloft hjá félaginu núna heldur en var þegar ég kom til félagsins. Mér fannst ég þurfa að líða fyrir það að vera Íslendingur í fyrra, vegna þess að það eru Íslendingar sem eru í stjórn félagsins. Ég finn ekki fyrir þessu núna og er ánægður hérna." Sem leikmaður íslenska landsliðsins hefur Þórður yfirleitt staðið fyrir sínu. "Ég er nokkuð ánægður með það hvernig ég hef leikið með landsliðinu. Ég er stoltur að því að leika fyrir Íslands hönd og hef aldrei átt í neinum vandræðum með að einbeita mér í leikjum landsliðsins, því það er ekkert skemmtilegra og betra en að spila fyrir það. Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik." Fjölskylda Þórðar hefur komið sér ágætlega fyrir í nágrenni við æfingasvæði Stoke og segir ekki yfir neinu að kvarta. "Það hefur farið ágætlega um okkur hérna alveg síðan við komum hingað, en það er alltaf leiðinlegt þegar manni líður illa í vinnunni, eins og mér leið í fyrra. Núna er allt í góðu í fótboltanum og ekkert því til fyrirstöðu að það sé ánægjulegur tími framundan." Íslenski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. Þórður er ánægður með nýja þjálfarann, en hann var við stjórnvölinn hjá Genk í Belgíu þegar Þórður lék þar við góðan orðstír. "Ég er ánægður með að hingað sé kominn nýr þjálfari. Síðasta tímabil var mikil vonbrigði fyrir mig, þar sem ég fékk ekkert að spila hjá félaginu. Núna held ég að sé annað upp á teningnum. Ég hef verið að spila í æfingaleikjunum að undanförnu og það hefur gengið vel. Það er allt annað andrúmsloft hjá félaginu núna heldur en var þegar ég kom til félagsins. Mér fannst ég þurfa að líða fyrir það að vera Íslendingur í fyrra, vegna þess að það eru Íslendingar sem eru í stjórn félagsins. Ég finn ekki fyrir þessu núna og er ánægður hérna." Sem leikmaður íslenska landsliðsins hefur Þórður yfirleitt staðið fyrir sínu. "Ég er nokkuð ánægður með það hvernig ég hef leikið með landsliðinu. Ég er stoltur að því að leika fyrir Íslands hönd og hef aldrei átt í neinum vandræðum með að einbeita mér í leikjum landsliðsins, því það er ekkert skemmtilegra og betra en að spila fyrir það. Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik." Fjölskylda Þórðar hefur komið sér ágætlega fyrir í nágrenni við æfingasvæði Stoke og segir ekki yfir neinu að kvarta. "Það hefur farið ágætlega um okkur hérna alveg síðan við komum hingað, en það er alltaf leiðinlegt þegar manni líður illa í vinnunni, eins og mér leið í fyrra. Núna er allt í góðu í fótboltanum og ekkert því til fyrirstöðu að það sé ánægjulegur tími framundan."
Íslenski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira