Þurfum sterk einkarekin fyrirtæki 28. júlí 2005 00:01 Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun