Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu 30. júlí 2005 00:01 Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira