Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu 30. júlí 2005 00:01 Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira