Vilja framsal Husmain frá Ítalíu 2. ágúst 2005 00:01 Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira