Bankarnir bólgna út 3. ágúst 2005 00:01 Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar