Er femínismi gamaldags? 4. ágúst 2005 00:01 "Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
"Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun