Birting ákæru í Fréttablaðinu 13. ágúst 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira