Réttarhöld aldarinnar? 16. ágúst 2005 00:01 Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun