Fjárfestar á flugi Hafliði Helgason skrifar 17. ágúst 2005 00:01 Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun