Ég mun alltaf svara kallinu 17. ágúst 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær. Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær.
Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira