Stigalausir inn í milliriðil 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum. Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira